Geggjaðar brokkolíbollur með fetasósu

Grænar og gómsætar brokkolíbollur með fetasósu.
Grænar og gómsætar brokkolíbollur með fetasósu. mbl.is/Winnie Methmann

Við erum ekkert að grínast með þessar grænu bollur! Hér færðu bragðlaukana til að ranka við sér með þessum geggjuðu brokkolíbollum og fetasósu sem setur máltíðina á annað plan.

Geggjaðar brokkolíbollur með fetasósu (fyrir 4)

  • 250 g edemame-baunir án belgs
  • 1 brokkolíhaus
  • 1 laukur
  • 3 stór hvítlauksrif
  • Handfylli steinselja
  • 1 tsk. salt
  • 2 egg
  • 75 g fetakubbur
  • 2 msk. ólífuolía

Fetasósa:

  • 75 g fetakubbur
  • 2 dl grísk jógúrt
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 msk. sítrónusafi

Meðlæti:

  • 4 dl hrísgrjón
  • 150 g grænar baunir
  • Ólífuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Steikið grænu baunirnar upp úr olíu á pönnu og kryddið með salti og pipar.
  3. Bollur: Hellið sjóðandi vatni yfir edemame-baunirnar í sigti, þannig að  þær þorni. Skolið brokkolí og skerið í litla bita. Skerið laukinn í litla báta og merjið hvítlaukinn. Setjið edemame-baunir, brokkolí, lauk og hvítlauk í blandara ásamt steinselju, salti og eggi og blandið vel saman. Hrærið því næst muldum fetakubbi út í. Mótið í litlar bollur og steikið upp úr olíu á pönnu.
  4. Fetasósa: Blandið feta, grískri jógúrt og ólífuolíu saman í blandara. Smakkið til með sítrónusafa og berið fram með brokkolíbollum, hrísgrjónum og grænum baunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert