Við þurfum ekki að standa yfir pottunum öll kvöld vikunnar og töfra fram alls kyns rétti þegar matarmiklar brauðuppskriftir geta fyllt í skarðið. Þeir sem fá heita máltíð í hádeginu ættu að leyfa sér þetta girnilega brauð í kvöldmat, fyllt tómötum, rósmarín og flögusalti.
Matarmikið brauð með tómötum og rósmarín
- 6 dl volgt vatn
- 1 dl hrein jógúrt
- 1 dl ólífuolía
- 20 g ger
- 1 kg hveiti
- 20 g flögusalt, og smá auka
- 8 litlir tómatar
- 3 rósmaríngreinar
Aðferð:
- Blandið vatni saman við jógúrt og ½ dl af ólífuolíu í skál. Setjið hveiti og salt út í og hnoðið vel saman þar til deigið verður slétt.
- Látið deigið hefast í 3 tíma í hrærivélarskálinni með hreint viskastykki yfir.
- Setjið deigið ofan á bökunarpappír á bökunarplötu og ýtið litlum holum niður í deigið með fingrunum.
- Skerið tómatana til helminga og dreifið þeim ásamt rósamarín í götin og yfir deigið.
- Dreypið restinni af ólífuolíunni yfir deigið og stráið saltinu yfir. Látið hefast í ½ tíma.
- Bakið við 220° í 35 mínútur, þar til gyllt.
- Látið kólna á rist.