Rétturinn sem inniheldur 291 hitaeiningar

Ekki bara girnilegt heldur líka hollt og gott.
Ekki bara girnilegt heldur líka hollt og gott. mbl.is/Damndelicious.net

Hér kynnum við stórkostlegan rétt sem er hinn fullkomni morgun- eða hádegismatur. Bökuð tortilla með eggjablöndu og brokkolí ásamt ferskum ávöxtum. Þú þarft ekki að óttast aukakílóin er þú gæðir þér á þessum rétti sem telur ekki nema 291 kalóríu í heildina og geymist allt að þrjá daga í ísskáp.

Rétturinn sem telur ekki kalóríur

  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 hvítlauksrif, marin
  • 1 bolli skinka, skorin í bita
  • 2 bolli brokkolí, skorið í litla bita
  • 4 stór egg
  • Kosher-salt og pipar
  • 2 vorlaukar
  • 4 heilhveiti-tortillur
  • ½ bolli rifinn fitusnauður ostur (helst cheddar)
  • ½ bolli hindber
  • ½ bolli bláber
  • 4 mandarínur eða appelsína

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 200°. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
  2. Hitið olíu á stórri pönnu á meðalhita. Setjið hvítlauk á pönnuna og látið malla í eina mínútu, bætið þá skinku og brokkolí út á pönnuna og steikið áfram í 3-4 mínútur.
  3. Bætið þá eggjunum út á pönnuna og hrærið í á meðan þau eldast í 3-5 mínútur, blandið þá lauknum saman við.
  4. Setjið eggjablöndu á helminginn á hverri tortillu og stráið osti yfir. Brjótið tortilluna til helminga og komið fyrir á bökunarplötunni.
  5. Bakið í ofni í 5-6 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.
  6. Raðið tortillu, hindberjum, bláberjum og mandarínum í lofttæmt box til að taka með í nesti.
mbl.is/Damndelicious.net
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert