Sætar kartöflur með avocado-dressingu

Þetta frábæra meðlæti var að detta inn á borð.
Þetta frábæra meðlæti var að detta inn á borð. mbl.is/Becel

Sætar kartöflur má útfæra á svo marga vegu. Þú getur grillað þær, steikt á pönnu, bakað eða maukað – allt eftir eigin höfði. Hér bjóðum við aftur á móti upp á kartöflubáta steikta í ofni með geggjaðri avocado-dressingu. Þetta er frábært meðlæti eða snakk fyrir góða gesti.

Sætar kartöflur með æðislegri avocado dressingu (fyrir 4)

  • 3-4 sætar kartöflur skornar í báta
  • 4 msk. bráðið smjör
  • 1 tsk. kóríander
  • 1 tsk. chilikrydd
  • 1 tsk. salt

Avocado-dressing:

  • 200 g sýrður rjómi
  • 2 avocado
  • 1 tsk. paprikukrydd, reykt
  • 1 lime, safi og rifinn börkur
  • 1 tsk. salt
  • 1 msk. hakkað kóríander eða steinselja

Aðferð:

  1. Hitið ofninn að 200°C. Leggið bökunarpappír á bökunarplötu. Veltið sætu kartöflunum upp úr þurrkryddinu, salti og bráðna smjörinu. Leggið bátana á plötuna og setjið inn í ofn. Veltið þeim eftir 12 mínútur og steikið áfram í 12 mínútur eða þar til þær eru mjúkar og gylltar.
  2. Avocado-dressing: Setjið sýrðan rjóma, avocado, paprikukrydd og lime (safa og rifinn börk) í matvinnsluvél og kryddið með salti. Setjið í skál og drefið ferskum söxuðum kryddjurtum yfir.
  3. Leggið kartöflurnar á fat eða í fallega skál, dreifið smávegis af dressingunni yfir og berið fram ásamt dressingunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert