Gott fólk. Hér gefur að líta hina fullkomu uppskrift að margra mati. Og hvað einkennir fullkomna uppskrift? Jú, skilgreiningin á henni er einföld. Fullkomin uppskrift er eitthvað sem er snarhollt en bragðast eins og sælgæti!
Það er meistari María Gomez á Paz.is sem á heiðurinn að þessari snilld en matarbloggið hennar er hægt að nálgast HÉR.
Næringarríkar og mettandi amerískar pönnukökur
Þessi uppskrift miðast við einn en auðvelt er að margfalda með þeim fjölda sem þarf
- ½ banani
- ½ dl. haframjöl
- 1 egg
- salt á hnífsoddi
- kanill á hnífsoddi
- 2 tsk. hörfræolía en Rapunzel er með mjög litlu bragði
- 1-2 tsk. möndlu kókóssmjör frá Rapunzel en það er bara svoooo gott
- 1 tsk. chiafræ
- 2 tsk. hörfræ (helst möluð)
- 2 tsk. hreint whey próteinduft
- 1 tsk. vínsteinslyftiduft (má sleppa)
- Val: 3 bitar gróft skorið 70 % súkkulaði
Aðferð:
- Setjið allt saman (nema súkkulaðið ef þið notið það) í blandara og maukið mjög vel
- Deigið á að vera silkimjúkt og kekkjalaust
- Ef þið ætlið að setja 70 % súkkulaði útí er best að skera það gróft niður og hræra svo með skeið við deigið
- Hitið svo góða tefflon pönnu þar til hún er mjög heit og lækkið þá aðeins undir henni
- Spreyið með Cooking sprey eða notið örlítið af kókósolíu eða smjöri til að festist ekki við pönnuna
- Hellið svo á pönnuna og þegar myndast loftbólur ofan á pönsunni er kominn tími til að snúa henni við