Hversu oft eigum við að skipta um tannbursta?

Það fara misjafnar sögur af því hversu oft við eigum að skipta út mikilvægasta hlut heimilisins – tannburstanum. Sumir vilja meina á 12 vikna fresti sama í hvernig ástandi burstinn er, á meðan aðrir vilja meina að það fari allt eftir notkun.

Það sem vert er að hafa í huga:

  • Hversu slitinn er tannburstinn?
  • Hversu skítugur er hann?
  • Hvernig er aðstaðan á baðherberginu þar sem tannburstinn býr?
  • Hversu margir nota baðherbergið daglega?
  • Liggur tannburstinn í opnu rými eða er hann geymdur inni í skáp?
  • Hversu margir eru í fjölskyldunni?

Það er því ekki þriggja mánaða reglan sem gildir heldur ástand burstans og aðstæður hverju sinni. Eru fastar matarleifar neðst við hár burstans eða eru hárin farin að teygja sig út til hliðanna og jafnvel orðin gulleit á lit? Þá er vert að fylgja tannburstanum í tunnuna og kaupa nýjan.

Hversu oft eigum við að skipta um tannbursta?
Hversu oft eigum við að skipta um tannbursta? mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert