Ostaídýfa sem tryllir bragðlaukana

Þessi ídýfa mun heilla alla sem á henni smakka.
Þessi ídýfa mun heilla alla sem á henni smakka. mbl.is/Thecookierookie.com

Ef þú leitar að hinni fullkomnu ídýfu sem mun trylla bragðlaukana og lítur einnig stórkostlega út, þá er hana hér að finna. Þrjár tegundir af osti, hvítlaukur, basilika og tómatar – er hægt að biðja um eitthvað meira? Ef það er eitthvað sem við þörfnumst í lífið þessa dagana, þá er það uppskrift sem þessi.

Ostaídýfa sem tryllir bragðlaukana

  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 bolli ricotta
  • 500 g geitaostur
  • ¾ bolli fetakubbur
  • 1 hvítlauksrif, marið
  • ¼ tsk. salt
  • 1 tsk. sítrónusafi
  • ¼ bolli fersk basilika, söxuð
  • 120 g gulir cherry-tómatar
  • 120 g rauðir cherry-tómatar
  • Ristað brauð eða kex

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Spreyið eldfast mót með bökunarspreyi.
  3. Blandið saman í stóra skál ólífuolíu, ricotta, geitaosti, fetakubbi, hvítlauk, salti, sítrónusafa og basiliku. Þegar allt hefur blandast ágætlega saman bætið þá út í helmingnum af tómötunum.
  4. Setjið blönduna í eldfasta mótið og dreifið restinni af tómötunum yfir.
  5. Bakið í ofni í 30-40 mínútur þar til ídýfan byrjar að taka lit.
  6. Berið fram með ristuðu brauði eða góðu kexi.
Berið fram með ristuðu brauði eða góðu kexi.
Berið fram með ristuðu brauði eða góðu kexi. mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert