Langþráður vegan ís loksins kominn á markað

mbl.is/Getty Images

Magnum-ís hefur verið í framleiðslu síðan árið 1989 og aldrei verið vinsælli en nú í nýrri útgáfu. Við þekkjum ísinn sem rjómakenndan með vanillukornum og súkkulaðiábreiðu, en eftir mikla eftirspurn er hann nú einnig fáanlegur sem vegan.

Ísinn er framleiddur af Frisko í Danmörku og einn sá vinsælasti þar í landi. Magnum-vegan er fáanlegur í sinni klassísku útgáfu og eins með möndlum – svo fleiri eiga nú möguleika á að fá sér bita af þessum himneska ís.  

Árið 2016 kom hinn heimsþekkti Ben & Jerry´s-ís í vegan útgáfu en þá einungis í Ameríku. Spurning hverjir eiga eftir að fylgja fast á eftir í kjölfarið og bjóða upp á vegan íspinna í verslunum hérlendis.

Hinn vinsæli Magnum-ís er nú fáanlegur sem vegan.
Hinn vinsæli Magnum-ís er nú fáanlegur sem vegan. mbl.is/Frisko
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert