Ljúffengar bananapönnsur

Pönnukökur eru alltaf vinsælar á matarborðið.
Pönnukökur eru alltaf vinsælar á matarborðið. mbl.is/Becel

Pönnukökur eru góðar og afar ljúffengar í magann. Ef þú bætir banönum við uppskriftina verða þær aðeins sætari og betri eins og í þessu tilviki. Hér er einföld uppskrift sem þú getur auðveldlega breytt eftir þínu höfði – þú getur til dæmis sett örlítið af kanil eða kardimommu sem kryddar aðeins bragðið í uppskriftinni.

Ljúffengar bananapönnsur (8 stk.)

  • 2 msk. smjör
  • 2 þroskaðir bananar
  • 4 egg
  • Vanillusykur á hnífsoddi
  • Fersk ber eða ávextir ásamt kókosflögum til skrauts

Aðferð:

  1. Blandið banönum, vanillusykri og eggjum saman í blandara.
  2. Setjið smjör á pönnu og hellið deiginu í skömmtum út á pönnuna þannig að myndist pönnukaka. Munið að snúa!
  3. Berið fram með ferskum berjum, ávöxtum og kókosflögum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert