Ljúffengar bananapönnsur

Pönnukökur eru alltaf vinsælar á matarborðið.
Pönnukökur eru alltaf vinsælar á matarborðið. mbl.is/Becel

Pönnu­kök­ur eru góðar og afar ljúf­feng­ar í mag­ann. Ef þú bæt­ir ban­ön­um við upp­skrift­ina verða þær aðeins sæt­ari og betri eins og í þessu til­viki. Hér er ein­föld upp­skrift sem þú get­ur auðveld­lega breytt eft­ir þínu höfði – þú get­ur til dæm­is sett ör­lítið af kanil eða kar­dimommu sem krydd­ar aðeins bragðið í upp­skrift­inni.

Ljúffengar bananapönnsur

Vista Prenta

Ljúf­feng­ar ban­anapönns­ur (8 stk.)

  • 2 msk. smjör
  • 2 þroskaðir ban­an­ar
  • 4 egg
  • Vanillu­syk­ur á hnífsoddi
  • Fersk ber eða ávext­ir ásamt kó­kos­flög­um til skrauts

Aðferð:

  1. Blandið ban­ön­um, vanillu­sykri og eggj­um sam­an í bland­ara.
  2. Setjið smjör á pönnu og hellið deig­inu í skömmt­um út á pönn­una þannig að mynd­ist pönnukaka. Munið að snúa!
  3. Berið fram með fersk­um berj­um, ávöxt­um og kó­kos­flög­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert