Lúxusútgáfa af kartöflumeðlæti

Kartöflukaka er fullkomið meðlæti með steikinni. Og hér í lúxusútgáfu.
Kartöflukaka er fullkomið meðlæti með steikinni. Og hér í lúxusútgáfu. mbl.is/Madensverden.dk

Við höfum fundið hið fullkomna kartöflumeðlæti með næstu steik sem þú ætlar að bjóða heimilisfólkinu upp á. Hér er um að ræða lúxusútgáfu af kartöfluköku með beikoni sem er betri en allt annað sem þú hefur smakkað.

Lúxusútgáfa af kartöflumeðlæti

  • 2 pakkar beikon (ca. 14-16 sneiðar)
  • 800 g kartöflur
  • 1 stór laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • Ferskt timían
  • 1 dl rjómi
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Skrælið kartöflurnar og skerið í mjög þunnar sneiðar eða notist við mandolin-járn.
  2. Skerið laukinn í þunnar sneiðar og hvítlaukurinn er marinn.
  3. Smyrjið form með olíu eða smjöri að innan og leggið beikonskífurnar þar í (sjá mynd). Beikonið má alveg fara örlítið yfir hvert annað.
  4. Leggið kartöfluskífur í mótið, smávegis af lauk og hvítlauk og dreifið fersku timíani yfir. Kryddið með salti og pipar. Penslið yfir með rjóma. Endurtakið 3-4 sinnum og pressið léttilega saman.
  5. Leggið beikonsneiðarnar sem standa upp úr yfir kartöflurnar til að loka. Bakið við 200° á blæstri í sirka 30 mínútur. Tíminn fer dálítið eftir hversu há kartöflukakan er. Prófið að stinga í kartöflurnar með nál til að tékka.
  6. Leyfið kartöflukökunni að hvíla í 10 mínútur áður en þú hvolfir henni og tekur úr forminu. Skerið í hæfilega þykkar sneiðar og berið fram með góðri steik.
mbl.is/Madensverden.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert