Er baðmottan þín full af bakteríum?

Tatomm

Sumt verðum við bara að vita, sérstaklega þegar kemur að hreinlæti baðmottunnar. Baðmottur eru það fyrsta sem við stígum á eftir góða sturtuferð og það er ekkert ógirnilegra en að stíga á skítuga mottu.

Málið er að mottan liggur oftast á gólfinu án þess að vera hengd upp. Þannig safnast mun fyrr bakteríur sem grassera og njóta hverrar mínútu í röku umhverfi mottunnar. Því er afar mikilvægt að hengja mottuna upp eftir hverja notkun og þvo reglulega.

4 góð ráð til að halda baðmottunni hreinni:

  • Hengdu alltaf mottuna upp eftir notkun.
  • Þvoið mottuna eins oft og handklæði (sirka einu sinni í viku).
  • Þvoið við 60°.
  • Gott er að velja mottu með hörðu yfirlagi eins og úr tré eða plasti sem er ekki eins móttækileg fyrir bakteríum og bómullin er.
Hreinar tær á skítuga mottu, við viljum alls ekki sjá …
Hreinar tær á skítuga mottu, við viljum alls ekki sjá það gerast. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert