Morgunverðurinn varð sannarlega meira spennandi eftir að þjóðin fór á ketó og þessi útgáfa er í senn dásamlega einföld og fljótleg – auk þess að vera svo bragðgóð að helgarnar breytast í veislu. Hér er það reykti laxinn sem er í aðalhlutverki en ef það má einhvern tíma njóta þeirrar dásemdar þá er það þessi dægrin. Eggin og avókadóið toppa síðan annars einfaldan en ómótstæðilegan morgunverð. Njótið vel!
Ketó morgunverður
- 4 egg
- ½ tsk. sjávarsalt
- ¼ tsk. ferskur svartur pipar
- 140 g smjör, við stofuhita
- 2 avókadó
- 2 msk. ólífuolía
- 1 msk. fersk steinselja, söxuð
- 140 g reyktur lax frá Ópal sjávarfangi
Aðferð:
- Setjið eggin varlega í pott. Setjið kalt vatn í pottinn og látið suðuna koma upp.
- Lækkið undir og látið sjóða í 7-8 mínútur. Takið þá eggin upp úr pottinum og setjið í kalt vatn.
- Takið skurnina af eggjunum og saxið þau niður. Blandið eggjunum og smjörinu saman með gaffli. Saltið og piprið eftir smekk. Það má líka krydda með öðru kryddi ef þið viljið. Gott er að nota chili flögur – þær gefa smá bit.
- Berið eggin fram á diski með avókadói sem búið er að skera niður í sneiðar og skvetta smá ólífuolíu og steinselju á. Setjið síðan reykta laxinn á diskinn og njótið!