Hefurðu smakkað egg á skýi?

Egg á skýi er það krúttlegasta sem þú munt sjá …
Egg á skýi er það krúttlegasta sem þú munt sjá á matarvefnum í dag. mbl.is/Madensverden.dk

Egg á skýi eru ekki bara krúttleg, þau taka okkur með í sólríkan hugarheim og góða stemningu við morgunverðarborðið. Pískaðar eggjahvítur eru bakaðar sem ský og rauðan er eins og sólin þar fyrir miðju. Hér er um að ræða egg, salt og pipar og kannski nýklipptan púrrulauk sem skraut.

Egg á skýi (fyrir 4)

  • 4 egg
  • Salt og pipar
  • Púrrulaukur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skilja hvíturnar frá rauðunni. Hvíturnar mega fara saman í skál en rauðurnar geta setið eftir í skurninni.
  2. Hitið ofninn í 200°C á undir- og yfirhita.
  3. Kryddið hvíturnar með salti og pipar og þeytið þar til blandan verður létt í sér. Þú átt að geta snúið skálinni á hvolf án þess að hvíturnar leki niður.
  4. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.
  5. Deilið hvítunum í fjóra jafnstóra klumpa eins og ský. Gerið pláss í miðjuna á hverju skýi fyrir rauðuna á eftir.
  6. Bakið eggjahvíturnar í miðjum ofni í átta mínútur.
  7. Takið út og setjið eina rauðu í hvert ský og bakið áfram í ofni í 5 mínútur.
  8. Berið fram strax þar sem skýin eiga það til að falla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka