Samlokan sem sögð er betri en flest

mbl.is/Delish

Það er ekki sama hvernig góð samloka er gerð. Hægt er að vaða um í meðalmennskumoði einhverju og skella bara áleggi á venjulegt samlokubrauð eða taka samlokugerðina upp á næsta stig og gera samloku sem er í alla staði ógleymanleg. 

Samlokan sem sögð er betri en flest

  • 4 sneiðar súrdeigsbrauð
  • 2 msk. majónes (við mælum með Hellmanns)
  • 2 msk. Dijon sinneb
  • 2. msk. hunang
  • 6 ostsneiðar
  • 6 sneðar af skinku (eða fleiri af silkiskorinni skinku)
  • 8 sneiðar af súrsuðum gúrkum

Aðferð:

Blandið saman hunangi og sinnepi. Smyrjið brauðsneiðarnar með manjónesi.  

Raðið svo saman eftir kúnstarinnar reglum - þrjár sneiaðr af osti og þrjár af skinku. 

Steikið svo á pönnu uns brauðið er orði stökkt og osturinn er farinn að bráðna. 

mbl.is/Delish
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert