Ketó-snakkbitar sem halda aukakílóunum fjarri

Ketó-bitar sem seðja alla löngun í sætindi.
Ketó-bitar sem seðja alla löngun í sætindi. mbl.is/Charlie Gillette

Þeir sem eru á ketó-mataræðinu vita að það er örlítið minna úrval í boði en annars hvað snakk varðar. En ekki örvænta því hér eru litlir gúrmei bitar sem slökkva á allri löngun í eitthvað annað sem kroppurinn gargar á. Þeir eru allt sem þú getur hugsað þér og munu alls ekki bæta á þig neinum aukakílóum.

Litlir gúrme ketó-snakkbitar

  • 6 beikonsneiðar, skornar til helminga
  • Gúrka, skorin í þunnar ræmur
  • 2 gulrætur, skornar í þunnar ræmur
  • Avocado, skorinn í bita
  • 115 g rjómaostur
  • Sesamfræ til skrauts

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 200°C.
  2. Leggið álpappír á bökunarplötu og  bökunargrind þar ofan á. Leggið beikonið á grindina og bakið í 11-13 mínútur þar til stökkt.
  3. Skerið gúrkuna, gulræturnar og avocado niður í svipaða stærð og beikonið er á breiddina.
  4. Þegar beikonið hefur kólnað örlítið, smyrjið það þá með rjómaosti og dreifið grænmetinu yfir.
  5. Rúllið upp og stráið sesamfræjum yfir.
mbl.is/Charlie Gillette
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert