Leyni-lasagna uppskrift Tobbu Marínós

„Þessi upp­skrift hef­ur verið leyniupp­skrift­in mín um ára­bil. Ef ég vil slá um með djúsí og virki­lega góðum mat sem eng­inn leif­ir en hef ekki mik­inn tíma er þessi rétt­ur málið. Stund­um geri ég tvö­fald­an skammt og frysti ef ég sé fram á anna­sama viku. Þetta er lík­lega eitt besta kjúk­linga-lasagna sem ég hef bragðað á,“ segir Tobba Marínós um þessa uppskrift sem slær alltaf í gegn.

Ferskt sal­at, guaca­mole eða sýrður rjómi með og kvöldið er full­komnað.

Leyni-lasagna uppskrift Tobbu Marínós

  • 1 eldaður kjúk­ling­ur, rif­inn, eða 3 bring­ur, steikt­ar og rifn­ar niður 
  • 6 heil­hveiti tortill­ur 
  • 1 lauk­ur 
  • 1/​2 geira­laus hvít­lauk­ur 
  • 1/​2 knippi saxað kórí­and­er
  • 200 g kota­sæla 
  • 150 g rjóma­ost­ur
  • 100 g maís­baun­ir, má sleppa (ég kaupi frosn­ar í Nettó, mjög sæt­ar og góðar.)
  • 1 stór krukka salsasósa, medi­um
  • 1 poki rif­inn ost­ur  
  • olía
  • Caj­un bbq-krydd eða kjúk­lingakrydd á kjúk­ling­inn
  • Chil­líf­lög­ur í kvörn eða ferskt chillí smátt saxað 
  • Sjáv­ar­salt

Aðferð:

  1. Steikið lauk­inn og hvít­lauk­inn þar til lauk­ur­inn fer að mýkj­ast.
  2. Bætið þá rjóma­ost­in­um og kota­sæl­unni við og slökkvið und­ir. 
  3. Hærið sam­an uns rjóma­ost­ur­inn hef­ur bráðnað og bland­an er orðin nokkuð jöfn.
  4. Bætið þá elduðum kjúk­lingn­um við og kórí­and­er ásamt 1/​4 tsk. af sjáv­ar­salti og 1/​3 tsk. af möluðum chil­líf­lög­um eða eft­ir smekk. Það má vel krydda meira. T.d. með Caj­un bbq frá Potta­göldr­um. Að lok­um fara maís­baun­irn­ar út í. Ef notaðar eru frosn­ar eru þær þídd­ar fyrst.
  5. Penslið eld­fast mót með olíu svo kök­urn­ar fest­ist ekki við.
  6. Leggið kök­ur í botn­inn og hellið kórí­and­er­helm­ingn­um af kjúk­linga­fyll­ing­unni yfir.
  7. Það má líka rúlla þeim upp ef það hent­ar bet­ur.
    Því næst fara tortilla­kök­ur aft­ur ofan á og rest­in af kjúk­linga­fyll­ing­unni.
  8. Svo fara tortilla­kök­ur í þriðja skiptið og svo fer salsasós­an yfir og rifn­um osti hellt yfir.
  9. Bakað í miðjum ofni á 180 gráður í 20 - 30 mín­út­ur eða þar til rétt­ur­inn er orðinn vel heit­ur í gegn og ost­ur­inn tek­inn að gyll­ast.
Tobba Marínós.
Tobba Marínós.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert