Setjið fiskinn ásamt lauknum og lárviðarlaufunum í pott með köldu vatni og fáið upp suðu, takið síðan af hitanum og setjið til hliðar. Bræðið smjör og bætið hveitinu út í og hrærið vel saman. Hellið mjólkinni út í og setjið með 100 ml af vatninu sem fiskurinn stendur í. Bætið kjúklingakraftinum, saltinu og piparnum út í og fáið upp suðu eða þar til sósan er orðin vel þykk. Sigtið fiskinn (passa að hafa laukinn með) og bætið út í sósuna ásamt kartöflunum og blandið vel saman. Smakkið til með salti og pipar.
Höfundur uppskriftar er Oddur Smári Rafnsson en uppskriftin kemur frá Fiskur í matinn