Pastasalöt eru hinn fullkomni hversdagsmatur. Þau innihalda sjaldnast mörg hráefni þó að útkoman sé oftast nær dásamleg. Í þessu litríka salati er aðeins meira af grænmetinu en pastanu, með dass af grískum sjarma sem fullkomnar þetta salat.
Pastasalat með dass af grískum sjarma (fyrir 4)
- 300 g pasta
- 3 msk. ólífuolía
- Safi af 1 sítrónu
- ½ msk. þurrkað oreganó
- Salt og pipar
- 200 g cherry-tómatar
- 1 gúrka
- 1 rauð papríka
- 1 krukka kalamata-ólífur
- 1 krukka þistilhjörtu í olíu
- 1 dós kjúklingabaunir
- 150 g fetakubbur
- Handfylli fersk basilika
Aðferð:
- Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og leyfið því aðeins að kólna.
- Hrærið ólífuolíu, sítrónusafa, oregano, salt og pipar saman og veltið pastanu upp úr blöndunni.
- Skerið tómatana til helminga eða í báta. Skerið agúrkuna í skífur.
- Hellið vökva frá ólífunum og þistilhjörtunum og skolið kjúklingabaunirnar undir vatni.
- Blandið öllu saman í stóra skál og myljið fetaost yfir. Skreytið með ferskri basiliku.