Snarhollt og auðvelt pastasalat sem slær í gegn

Ekki bara girnilegt heldur rosalega fallegt líka.
Ekki bara girnilegt heldur rosalega fallegt líka. mbl.is/Nina Malling

Pastasalöt eru hinn fullkomni hversdagsmatur. Þau innihalda sjaldnast mörg hráefni þó að útkoman sé oftast nær dásamleg. Í þessu litríka salati er aðeins meira af grænmetinu en pastanu, með dass af grískum sjarma sem fullkomnar þetta salat.

Pastasalat með dass af grískum sjarma (fyrir 4)

  • 300 g pasta
  • 3 msk. ólífuolía
  • Safi af 1 sítrónu
  • ½ msk. þurrkað oreganó
  • Salt og pipar
  • 200 g cherry-tómatar
  • 1 gúrka
  • 1 rauð papríka
  • 1 krukka kalamata-ólífur
  • 1 krukka þistilhjörtu í olíu
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 150 g fetakubbur
  • Handfylli fersk basilika

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og leyfið því aðeins að kólna.
  2. Hrærið ólífuolíu, sítrónusafa, oregano, salt og pipar saman og veltið pastanu upp úr blöndunni.
  3. Skerið tómatana til helminga eða í báta. Skerið agúrkuna í skífur.
  4. Hellið vökva frá ólífunum og þistilhjörtunum og skolið kjúklingabaunirnar undir vatni.
  5. Blandið öllu saman í stóra skál og myljið fetaost yfir. Skreytið með ferskri basiliku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert