Ertu ekki örugglega með þessi þvottaráð á hreinu?

Ertu að þvo föt og tuskur á réttu hitastigi?
Ertu að þvo föt og tuskur á réttu hitastigi? mbl.is/Colourbox/Free

Þegar við setjum föt í vélina er ekki nóg að henda ullarfötum og silkiskyrtum á sama prógram og stilla á 40°C.

Meginreglan er sú að allt sem notað er á baðherberginu og í eldhúsinu á að fara í 60°C þvott. Það sama gildir um undirföt og sængurver. Annars er hætta á að óþarfa bakteríur fari að hreiðra um sig.

Þótt þvottaefni séu áhrifarík og nái blettum vel úr þá er ekkert samasemmerki milli þess og að losna við bakteríur. Þar er hitinn lykilatriði og þess vegna er mikilvægt að þvo á hærra hitastigi - sérstaklega ef veikindi eru á heimilinu eins og magakveisur eða álíka. Alls alls ekki þvo skítugar nærbuxur með tuskum og klútum á lágu hitastigi því það býður hættunni heim.

En við skulum nú ekki missa okkur í einhverri vænisýki heldur vera meðvituð um þetta.

Að lokum er rétt að minna á að hafa sápuskúffuna á þvottavélinni opna og eins hurðina, til að ekkert fari að grassera fyrir luktum dyrum. Því ef vélin er farin að gefa frá sér súra lykt getur verið að við séum búin að fóðra bakteríurnar vel. Gott ráð er að setja ediksýru í vélina og keyra hana tóma á suðuprógrammi.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert