Kartöflusalat er hið fullkomna meðlæti á veisluborðið eða sem léttur réttur þegar fjölskyldan kemur saman og hittist í bröns. Við sögðum frá því um daginn hvernig ætti að sulta rauðlauk og er uppskriftina að finna hér að neðan.
En í þessari uppskrift er önnur útfærsla af sultuðum lauk sem er alveg ótrúlega gómsætur á hvaða mat sem hann snertir – eins og þetta kartöflusalat. Það má vel gera laukinn deginum áður en hann er settur í salatið.
Sælgætissalat með kartöflum og sultuðum rauðlauk
Sultaður rauðlaukur:
- 3 rauðlaukar
- 1 dl edik
- 100 g sykur
- 1 tsk. salt
Kartöflusalat:
- 800 g nýjar kartöflur
- 1 búnt púrrlaukur
- ¾ dl ólífuolía
- 1 msk. dijonsinnep
- Hafsalt og ferskur pipar
Aðferð:
Sultaður rauðlaukur:
- Takið utan af lauknum og skerið hann í sneiðar.
- Sjóðið edik, sykur og salt í potti. Þegar sykurinn hefur leyst upp setur þú laukinn út í og leyfir honum að sjóða í 1 mínútu.
- Takið pottinn af hitanum og látið laukinn kólna í edikblöndunni í pottinum.
Kartöflusalat:
- Sjóðið kartöflurnar og flysjið. Pressið léttilega á þær með gaffli.
- Hakkið púrrlaukinn fínt og veltið honum saman við kartöflurnar. Geymið smávegis af lauknum til að skreyta.
- Hrærið olíu við sinnepið og kryddið með salti og pipar. Blandið saman við kartöflurnar.
- Setjið kartöflurnar í skál eða á fat og hellið sultuðum lauk yfir (jafnvel örlitlu af edikinu með).
- Stráið púrrlauk yfir og berið fram.