Sjúklegt kartöflusalat með sultuðum rauðlauk

Kartöflusalat með sultuðum lauk er algjört sælgæti.
Kartöflusalat með sultuðum lauk er algjört sælgæti. mbl.is/John Bendtsen

Kartöflusalat er hið fullkomna meðlæti á veisluborðið eða sem léttur réttur þegar fjölskyldan kemur saman og hittist í bröns. Við sögðum frá því um daginn hvernig ætti að sulta rauðlauk og er uppskriftina að finna hér að neðan.

En í þessari uppskrift er önnur útfærsla af sultuðum lauk sem er alveg ótrúlega gómsætur á hvaða mat sem hann snertir – eins og þetta kartöflusalat. Það má vel gera laukinn deginum áður en hann er settur í salatið.

Sælgætissalat með kartöflum og sultuðum rauðlauk

Sultaður rauðlaukur:

  • 3 rauðlaukar
  • 1 dl edik
  • 100 g sykur
  • 1 tsk. salt

Kartöflusalat:

  • 800 g nýjar kartöflur
  • 1 búnt púrrlaukur
  • ¾ dl ólífuolía
  • 1 msk. dijonsinnep
  • Hafsalt og ferskur pipar

Aðferð:

Sultaður rauðlaukur:

  1. Takið utan af lauknum og skerið hann í sneiðar.
  2. Sjóðið edik, sykur og salt í potti. Þegar sykurinn hefur leyst upp setur þú laukinn út í og leyfir honum að sjóða í 1 mínútu.
  3. Takið pottinn af hitanum og látið laukinn kólna í edikblöndunni í pottinum.

Kartöflusalat:

  1. Sjóðið kartöflurnar og flysjið. Pressið léttilega á þær með gaffli.
  2. Hakkið púrrlaukinn fínt og veltið honum saman við kartöflurnar. Geymið smávegis af lauknum til að skreyta.
  3. Hrærið olíu við sinnepið og kryddið með salti og pipar. Blandið saman við kartöflurnar.
  4. Setjið kartöflurnar í skál eða á fat og hellið sultuðum lauk yfir (jafnvel örlitlu af edikinu með).
  5. Stráið púrrlauk yfir og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert