Steikt bleikja með jógúrtsósu, brokkólí og blómkáli

mbl.is/Fiskur í matinn

Það er enginn annar en Leifur Kolbeins á La Primavera sem á þessa uppskrift. Hér erum við að tala um alslemmu svo ekki sé fastar að orði kveðið. Bleikjan stendur auðvitað alltaf fyrir sínu og þetta meðlæti er algjörlega upp á tíu!

Steikt bleikja með jógúrtsósu, brenndu spergilkáli og blómkáli

  • 800 g bleikja

Jógúrtsósa

  • 200 ml grísk jógúrt
  • 3 hvítlauksgeirar
  • Safi úr ½ sítróna
  • Salt og pipar
  • 1 msk. hunang
  • 1 knippi graslaukur

Grænmeti

  • Spergilkál
  • Blómkál

Aðferð:

Jógúrtsósa: Blandið öllu vel saman og geymið í kæli (geymist vel í 24 tíma).

Grænmeti og bleikja: Skerið spergilkál og blómkál í álíka stóra knúppa, setjið í eldfast mót og dassið yfir með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Bakið í vel heitum ofni í u.þ.b. 1520 mín. Þegar grænmetið er langt komið er bleikjan steikt á vel heitri pönnu í u.þ.b. 23 mín. á hvorri hlið. Krydduð með salti og pipar. Sett á fat ásamt brennda grænmetinu og borin fram með jógúrtsósunni. 

Uppskriftin er fengin hjá Fiskur í matinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka