Leggðu þessa marineringu strax á minnið

Ein sú besta marinering sem þú verður að prófa.
Ein sú besta marinering sem þú verður að prófa. mbl.is/Chelsea’s Messy Apron

Við þurfum að eiga eina svona djúsí marineringu í farteskinu. Með hækkandi sól dustum við rykið af grillinu og þá er gott að luma á uppskrift sem þessari. Svo leggðu uppskriftina á minnið því það er fátt sem mun slá þessari við.

Leggðu þessa marineringu strax á minnið

  • ¾ bolli ólífuolía
  • ¼ bolli + 2 msk. sojasósa
  • 3 msk. Worcestershire-sósa
  • ¼ bolli rauðvínsedik
  • 2 stórar sítrónur
  • ½ msk. svartur pipar
  • 2 tsk. söxuð steinselja
  • 3 msk. sætt sinnep
  • 2 tsk. hvítlaukur, marinn
  • 4 msk. hunang

Aðferð:

  1. Blandið saman í skál ólífuolíu, sojasósu, Worcestershire-sósu, rauðvínsediki, 3-4 msk. sítrónusafa, 1 tsk. af sítrónuberki (ysta lagið rifið með rifjárni), svörtum pipar, saxaðri steinselju, sinnepi, hvítlauk og 1 msk. hunang.
  2. Setjið 1/3 bolla af marineringunni til hliðar og geymið þar til á eftir.
  3. Berjið kjúklingabringurnar þannig að þær verði jafnar og veltið upp úr marineringunni. Látið liggja í það minnsta hálftíma til 6 klukkustundir, ekki lengur.
  4. Hitið grillið og leggið kjúklinginn á grillið. Penslaðu kjúklinginn með marineringunni sem þú lagðir til hliðar á meðan hann eldast.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/Chelsea’s Messy Apron
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert