Þrjár ketóvænar beikonsprengjur

Beikon bragðast undurvel á flestallan mat.
Beikon bragðast undurvel á flestallan mat. mbl.is/Shutterstock

Beikon bragðast eiginlega betur en allt annað og er svo skemmtilegt hráefni að nota. Það má útfæra beikon á svo ótal vegu og alltaf slær það í gegn. Við höfum deilt með ykkur uppskriftum að beikonvöfðum aspas sem er hið fullkomna ketó-snakk, en hér koma þrjár útfærslur af smáréttum sem innihalda beikon.

Beikonvafðar rækjur

  • Hitið ofninn í 230°C.
  • Vefjið hálfri beikonsneið utan um risarækju.
  • Setjið á bökunarpappír á rist og bakið í ofni í 10-15 mínútur, eða þar til rækjan er elduð í gegn og beikonið orðið stökkt.

Beikonvafið avocado

  • Hitið ofninn í 220°C.
  • Vefjið hálfri beikonsneið utan um sneið af avocado.
  • Setjið á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið í 14 mínútur.

Beikonvafðar döðlur

  • Hitið ofninn í 200°C.
  • Vefjið hálfri beikonsneið utan um eina döðlu.
  • Setjið á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið í 15 mínútur og snúið einu sinni á leiðinni.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka