Salatið sem þú borðar á skuldadögum

Við erum alltaf til í salat sem þetta - litríkt …
Við erum alltaf til í salat sem þetta - litríkt og gott. mbl.is/Ethan Calabrese

Þetta er salatið sem þú vilt borða eftir páska-át-veislu síðustu daga. Mörg okkar misstu sig í súkkulaði og sósum - gerðu vel við sig í mat og drykk (og gott betur en það), og nú er komið að skuldadögum til að rétta kroppinn af. Þá er þetta salat að fara minnka samviskubitið ef eitthvað er.

Salatið sem þú borðar á skuldadögum (fyrir 4-6)

  • 1/3 bolli rauðvínsedik
  • 1 msk. Dijon sinnep
  • 2/3 bolli ólífuolía
  • sjávarsalt
  • svartur pipar
  • 1 romain salat, skorið
  • 4 harðsoðin egg, skorin í báta
  • 340 g kjúklingur, eldaður og skorinn í bita
  • 8 sneiðar beikon
  • 1 avocado, skorinn í þunnar sneiðar
  • 115 g gráðostur
  • 140 g cherry tómatar, skornir í helminga
  • 2 msk. saxaður graslaukur

Aðferð:

  1. Búið til dressingu með því að blanda saman ediki, sinnepi, olíu og kryddið með salti og pipar.
  2. Dreifið kálinu á stóran disk, raðið því næst eggjum, kjúkling, beikoni, avocado, gráðosti og cherry tómötum.
  3. Saltið og piprið. Hellið dresingu yfir og stráið graslauk yfir í lokin.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert