Kartöflumúsin sem toppar flest

Bökuð kartöflumús sem slær í gegn.
Bökuð kartöflumús sem slær í gegn. mbl.is/Madensverden.dk

Gamla góða kartöflumúsin var eflaust á hverju heimili hér áður fyrr og þá oftar en einu sinni í viku. Hér er uppskrift að frábærri mús sem bökuð er í ofni og hentar með alls kyns kjötréttum. Uppskriftin er fyrir fjórar persónur en það má auðveldlega margfalda hana fyrir fleiri.

Bökuð kartöflumús af bestu gerð

  • 600 g kartöflur
  • 50 g smjör
  • 4 eggjarauður
  • salt og pipar
  • 2 eggjarauður til að pensla

 Aðferð:

  1. Skrælið kartöflurnar og skerið í litla bita. Sjóðið í vatni þar til mjúkar, sirka 20 mínútur.
  2. Hellið vatninu frá og leyfið kartöflunum aðeins að kólna. Það er mikilvægt að kartöflurnar séu með eins lítið vatn og mögulegt er.
  3. Setjið kartöflurnar í skál og bætið smjörinu út í. Hrærið vel saman.
  4. Bætið 4 eggjarauðum út í kartöflublönduna. Það eru rauðurnar sem sjá til þess að músin komi ekki til með að fljóta um allan ofninn. Smakkið til með salti og pipar.
  5. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír. Setjið kartöflumúsina í sprautupoka (eða matskeið) og sprautið litla toppa á plötuna. Sirka 16-20 toppa. Ath. Ef þú notar skeið, þá er gott  ráð að bleyta skeiðina því þá festist músin ekki við skeiðina.
  6. Penslið kartöflutoppana með hrærðum eggjarauðum.
  7. Bakið við 210°C á blæstri í 10 mínútur, eða þar til kartöflumúsin verður gyllt á lit.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert