Vel heppnuð kartöflusúpa með osti

Kartöflusúpa af bestu gerð var að koma á borðið.
Kartöflusúpa af bestu gerð var að koma á borðið. mbl.is/isabellas.dk

Mat­ar­mik­il og góð súpa stend­ur ávallt fyr­ir sínu og þessi upp­skrift er al­gjör­lega upp á tíu! Við hvetj­um ykk­ur til að prófa enda fátt betra en góða súpa sem mett­ar vel.

Vel heppnuð kartöflusúpa með osti

Vista Prenta

Vel heppnuð kart­öflusúpa með osti (fyr­ir 6)

  • 2 bök­un­ar­kart­öfl­ur
  • 1 lauk­ur
  • 1 stórt hvít­lauksrif
  • 30 g smjör
  • 1 tsk. syk­ur
  • 1 tsk. epla­e­dik
  • 1 l kraft­ur
  • 300 g ætifíf­ill/​jarðskokk­ar
  • ½ l sól­blóma­ol­ía
  • 200 g parma ost­ur, Prima­donna eða ann­ar sam­bæri­leg­ur og bragðmik­ill ost­ur

Aðferð:

  1. Skrælið kart­öfl­urn­ar og hakkið ásamt lauk og hvít­lauk. Steikið lauk og hvít­lauk upp úr smjöri og bætið kart­öfl­un­um út í. Látið malla í 5 mín­út­ur.
  2. Bætið sykri og edik út í og látið malla áfram í 2 mín­út­ur. Hellið kraft­in­um út í látið malla í aðrar 5 mín­út­ur. Lækkið hit­ann og leyfið þessu að standa í aðrar 30 mín­út­ur.
  3. Skerið ætifíf­il­inn/​jarðskokk­ana í þunn­ar skíf­ur og steikið á pönnu upp úr olíu í stutta stund. Leggið því næst á eld­húspapp­ír og látið fit­una leka af.
  4. Hrærið í súp­unni og smakkið til með helm­ingn­um af ost­in­um.
  5. Berið súp­una fram með osti á toppn­um ásamt steikt­um ætifífla-/​jarðskokka­f­lög­um.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

mbl.is/​Isa­bellas.dk
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert