Wokréttur sem ærir bragðlaukana

Það er wok í matinn í kvöld.
Það er wok í matinn í kvöld. mbl.is/Santamariaworld.com

Það er eitthvað töfrandi við að elda wokrétti. Þar gilda fáar reglur um innihald en þó eru nokkrar undirstöður sem gera réttina svo ljúffenga. Hér kynnum við til leiks afar bragðgóðan wokrétt með teriyaki og sesam.

Virkilega ljúffengur wokréttur

  • 400 g nautakjötsstrimlar
  • Hálf flaska af t.d. Santa Maria Asian Wok Teriyaki og Sesame oil
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 rauðlaukur, skorinn í strimla
  • 100 g brokkolí, skorið í strimla
  • 100 g sveppir, skornir í skífur
  • 100 g kínakál

Aðferð:

  1. Brúnið kjötið í olíu á pönnu, á háum hita.
  2. Bætið við skornu grænmetinu og hendið til og frá á pönnunni í 1-2 mínútur.
  3. Bætið teriyaki og sesamolíunni saman við og hrærið í.
  4. Berið fram með núðlum eða hrísgrjónum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka