Þegar öll uppáhalds og bestu hráefni lasagne mætast í hægeldaðri súpu, þá er ekkert að fara klikka. Þessi er algjört lostæti og mettar um sex svanga maga. Uppskriftin er einföld sem allir geta ráðið við.
Lasagne súpa er algjört lostæti
- 1 msk ólífuolía
- 250 g nautahakk
- 250 g ítölsk kryddpylsa (Italian sausage), garnirnar fjarlægðar
- 3 hvítlauksrif
- 1 laukur
- 2 dósir hakkaðir tómatar
- 1 dós hakkaðir smátómatar
- 6 bollar kjötkraftur
- 1 tsk. ítalskt krydd
- 1 tsk. basilika krydd
- sjávarsalt og svartur pipar
- 1½ bolli ósoðið pasta
- ½ bolli ricotta ostur
- 2 msk. söxuð fersk steinselja.
Aðferð:
- Hitið olíu á stórri pönnu á meðal hita. Bætið hakki og kryddpylsunni út á pönnuna og steikið í 5-8 mínútur. Hellið fitunni burt.
- Bætið hvítlauk og lauk út á pönnuna og steikið í 2-3 mínútur.
- Hellið kjötblöndunni í pott og bætið tómötunum út í ásamt kjötkraftinum, ítölsku kryddi og basilikum. Smakkið til með salti og pipar.
- Setjið lok á pottinn og eldið á litlum hita í 7-8 tíma eða á háum hita í 5-6 tíma. Bætið þá pastanu út í, setjið lokið aftur á og hækkið í hitanum í 30 mínútur eða þar til pastað er soðið. Smakkið til með salti og pipar.
- Berið strax fram með ricotta og ferskri steinselju.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...