Við þurfum að hafa beinin okkar sterk út allt lífið, en getum við borðað eitthvað sem viðheldur styrkleika beinanna? Stutta svarið er já á meðan aðrir vilja meina nei!
Beinin þurfa á kalki og D-vítamíni að halda þar sem kalkið styrkir beinin og D-vítamínið sér til þess að beinin nái að vinna kalkið. Sem er afar mikilvægt í uppvexti barna. En þegar við eldumst byrjar líkaminn að vinna á móti beinunum, og þá verður enn mikilvægara að hlúa að honum með næringarríkum mat og mjólkurvörum sem innihalda kalk. Og það höfum við gert í háa herrans tíð.
Það eru þó ekki allir á sama máli því einhverjir vilja meina að það sé óeðlilegt að fullvaxta mannvera drekki mjólk sem kemur frá kúm sem er í raun mjólk til að hjálpa litlu kálfunum að stækka – og því erum við ekki að sækjast eftir sem fullorðnir einstaklingar, að stækka.
Flest lítil börn drekka brjóstamjólk frá mæðrum sínum rétt eins og kálfarnir gera – ættum við því að halda því áfram, að drekka brjóstamjólk? Væri það óeðlilegt að drekka brjóstamjólk á gamals aldri? En þetta er ein af ástæðunum fyrir því af hverju engar mjólkurvörur finnast í paleo mataræðinu.
Við mannfólkið erum í raun eina lifandi tegundin á þessari jörð sem drekkur mjólk á fullorðinsárum og þá frá öðrum dýrum. En þess má geta að mjólkurvara var ekki neytt af alvöru fyrr en eftir landbúnaðarbyltinguna.