Munúðarfullur mangó-kjúklingur

Hversu girnilegur kjúklingaréttur?
Hversu girnilegur kjúklingaréttur? mbl.is/Chelseasmessyapron.com

Marineraður kjúklingur með steinselju-lime-mangó-salsa er eitthvað sem þú vilt ekki missa af. Einföld en skotheld uppskrift sem kveikir í bragðlaukunum. Hér er upplagt að grilla kjúklinginn en hann er líka jafn góður steiktur á pönnu.

Mangókjúlli sem þú vilt alls ekki missa af

  • 4 kjúklingabringur
  • ¼ bolli ólífuolía
  • ¼ bolli lime-safi + 1 tsk. rifinn börkur
  • 1 tsk. hunang
  • 2 tsk. hvítlaukur marinn
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • ½ tsk. chili-krydd
  • 2½ tsk. broddkúmin

Salsa:

  • 1½ bolli mangó, skorið í litla bita
  • 1 msk. jalapeno, skorið
  • 1/3 bolli rauðlaukur, smátt skorinn
  • 1/3 bolli steinselja, smátt skorin
  • 1 msk. lime-safi
  • 1/8 tsk. broddkúmin
  • Salt og pipar
  • 1 avocado, skorinn í þunnar sneiðar

Aðferð:

  1. Skerið kjúklingabringurnar til helminga og „berjið“ helmingana flata. Setjið kjúklinginn í plastpoka sem hægt er að loka.
  2. Takið fram litla skál og pískið saman ¼ bolla af ólífuolíu, 1 tsk. af rifnum lime-berki, ¼ bolla lime-safa, hunangi, hvítlauk, paprikukryddi, chili-kryddi, broddkúmin, salti og pipar. Þegar allt er blandað vel saman, takið þá 3 msk. af blöndunni til hliðar og setjið inn í ísskáp.
  3. Hellið marineringunni yfir kjúklinginn í pokanum og lokið. Setjið í ísskáp í 30 mínútur en ekki lengur en 6 tíma.
  4. Hitið grillið eða pönnu á meðalhita og eldið kjúklinginn í gegn. Setjið kjúklinginn til hliðar og leggið álpappír yfir. Leyfið kjúklingnum aðeins að hvíla áður en hann er skorinn í litla bita.
  5. Salsa: Skerið hráefnin niður og blandið öllu vel saman í stóra skál með nýkreistum lime-safa, broddkúmin, salti og pipar. Smakkið til.
  6. Berið kjúklinginn fram með hrísgrjónum, salsa og avocado-sneiðum.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Við mælum með að berja bringurnar flatar áður en þú …
Við mælum með að berja bringurnar flatar áður en þú setur þær í marineringu. mbl.is/Chelseasmessyapron.com
Litríkt salsa sem passar fullkomlega með þessum rétti.
Litríkt salsa sem passar fullkomlega með þessum rétti. mbl.is/Chelseasmessyapron.com
Gjörið svo vel!
Gjörið svo vel! mbl.is/Chelseasmessyapron.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka