Amerískar pönnukökur með ricotta og bláberjum

Við sláum aldrei hendinni á móti pönnukökum sem þessum.
Við sláum aldrei hendinni á móti pönnukökum sem þessum. mbl.is/Madiblokken.bloggspot.com

Gæt­um við fengið að byrja alla morgna á svona morg­un­verði? Það jafn­ast ekk­ert á við nýbakaðar ilm­andi pönnu­kök­ur sem eng­inn á heim­il­inu mun kvarta yfir. Hér erum við með am­er­ísk­ar pönnu­kök­ur, fyllt­ar með ricotta og blá­berj­um. Við segj­um já takk og réttið okk­ur nú bara sírópið!

Amerískar pönnukökur með ricotta og bláberjum

Vista Prenta

Am­er­ísk­ar pönnu­kök­ur með ricotta og blá­berj­um

  • 3 egg
  • 250 g ricotta ost­ur
  • 2½ dl mjólk
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • Salt á hnífsoddi
  • 1 msk. syk­ur
  • 2½ dl hveiti
  • Blá­ber eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Skiptið eggj­ar­auðum og hvít­um hvor­um í sína skál­ina og hrærið rauðurn­ar sam­an við ricotta og mjólk.
  2. Blandið hveiti, vanillu­sykri, sykri, lyfti­dufti og salti sam­an og sigtið blönd­una út í eggj­ar­auðublönd­una.
  3. Pískið hvít­urn­ar stíf­ar og bætið var­lega út í deigið ásamt blá­berj­um.
  4. Hitið pönnu með olíu eða smjöri og hellið 1 dl af deigi út á pönn­una og bakið litl­ar pönnu­kök­ur. Upp­skrift­in gef­ur um 10-12 pönnu­kök­ur.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert