Það er eitthvað töfrandi við þessa samsetningu á böku. Og það er svo gaman að brjóta upp hversdagsleikann með böku sem bragðast upp á tíu sem þessi. Hér með sætum kartöflum, grænkáli og geitaosti.
Heilhveitibaka með sætum kartöflum og geitaosti
- 100 g hveiti
- 100 g heilhveiti
- 1 tsk. salt
- 100 g kalt smjör
- 4 msk. ískalt vatn
Sætar kartöflur:
- 500 g sætar kartöflur
- 1 msk. ólífuolía
- Salt
Fylling:
- 1 rauðlaukur
- Handfylli rósmarín
- 1 msk. ólífuolía
- 4 grænkálsblöð
- 2 msk. balsamikedik
- Salt og pipar
- 5 egg
- 1 dl mjólk
- ½ tsk. salt
- 110 g geitaostur
Aðferð:
- Blandið hveitunum og salti í skál. Skerið smjörið í teninga og myljið það í deigið. Bætið kalda vatninu út í og hrærið í með gaffli (bætið við við vatni ef deigið er ekki nógu mjúkt).
- Hnoðið deigið á borði og pakkið því svo inn í plastfilmu og setjið í kæli í 30 mínútur.
- Hitið ofninn í 175°C. Skolið og skerið kartöflurnar í litla teninga og dreifið á bökunarplötu á bökunarpappír.
- Veltið þeim upp úr olíu og kryddið með salti. Bakið í 15 mínútur.