Það er ekkert að fara stoppa okkur í að narta í þessar girnilegu beikonvöfðu rækjur. Þessar bjóða sjálfum sér í matinn og eiga alltaf erindi við matarborðið, sama hvert tilefnið er.
Girnilegar beikonvafðar rækjur
- 450 g rækjur (um 20 stk.)
- 7 sneiðar af beikoni
- 4 msk. saltað smjör
- ¼ bolli púðursykur
- ½ msk. chipotle (chipotle chili powder)
Aðferð:
- Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og hitið ofninn í 200°C.
- Skerið hverja beikonsneið í 3 hluta og vefjið einum hluta utan um hverja rækju. Festið með tannstöngli og leggið á bökunarplötuna.
- Blandið saman bráðnu smjöri, púðursykri og chipotle. Smyrjið rækjurnar með blöndunni og geymið um ⅓ af blöndunni þar til á eftir.
- Bakið í 15 mínútur og takið þá rækjurnar út til að smyrja þær aftur. Setjið ofninn á grillstillingu og bakið rækjurnar áfram í 1-2 mínútur.
- Berið fram með því sem hugurinn girnist.
mbl.is/Becky Hardin - The Cookie Rookie