Svona skerðu lauk án þess að fella tár

Áttu það til að fella tár er þú skerð lauk?
Áttu það til að fella tár er þú skerð lauk? Becky Hardin - The Cookie Rookie

Það matvæli sem fær mann til að grenja yfir eldamennskunni er laukur. Það eru nokkur trix sem geta hjálpað til er skera á lauk, til dæmis að setja upp sundgleraugu – fólk er í fullri alvöru að gera það. En við lumum á nokkrum atriðum sem hafa má í huga þegar skera á lauk til að sleppa við táraflóðið.

Ein reglan er að halda endanum sem þú hefur skorið af frá þér og láta hann snúa niður í brettið.

Það skiptir einnig máli að vera með vel beittan hníf í þessa aðgerð. Illa beittur hnífur sker ekki eins mjúklega í gegn og því spítist meira af safanum frá lauknum.

Aldrei, við meinum aldrei snerta á þér augun eftir að þú hefur skorið lauk. Þetta segir sig sjálft en er samt vert að taka fram. Og þvoið ykkur vel um hendurnar.

Þegar þú hefur skorið lauk, settu hann þá til hliðar þar til þú þarft að nota hann.

Kaldir laukar eru með minna „vesen“ en þeir við stofuhita. Leyfðu lauknum að standa aðeins í ísskáp áður en þú byrjar að skera í hann.

Sundgleraugu eru ein leið til að komast hjá því að …
Sundgleraugu eru ein leið til að komast hjá því að grenja við það að skera lauk. mbl.is/Shutterstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert