Sumarið ætlar að byrja ágætlega hjá okkur í ár með nokkrum sólríkum dögum til þessa. Er þá ekki vel við hæfi að smakka aðeins á sumrinu líka með dásamlegu pastasalati? Jarðarberja-avocado-pastasalat er það sem við bjóðum upp á í dag.
Sumarið í einu salati
- 1 pakki penne pasta
- 1 msk. salt
- 2 bollar klettasalat
- salt og pipar
- 450 g jarðarber
- 2 avocado
- fetakubbur
- ½ bolli fersk basilika, söxuð
- 1 msk. sítrónusafi
- ½ bolli dressing (sjá uppskrift fyrir neðan)
- ½ bolli grísk jógúrt
Dressing:
- 1¼ msk. sykur
- ¾ bolli hvítvínsedik
- 2 msk. appelsínusafi
- 2 msk. þurrkaðar laukflögur
- 2 tsk. sinnep
- ½ tsk. pipar
- ¼ tsk. kosher-salt
- 1½ bolli canola-olía
- 2 tsk. valmúafræ
Aðferð:
- Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og setjið síðan í stóra skál.
- Á meðan pastað er heitt, blandið þá rucola saman við og saltið og piprið.
- Bætið við jarðarberjum, avocado og fetakubbi.
- Takið fram litla skál og pískið saman sítrónusafa, dressingu og grískri jógúrt.
- Hellið dressingunni yfir pastað á meðan heitt er og blandið vel saman.
- Berið fram heitt eða kalt.
Dressing:
- Blandið saman í blandara í 1 mínútu sykri, ediki, appelsínudjús, lauk flögum, sinnepi, pipar og salti.
- Bætið ólífuolíu út í og haldið áfram að blanda í 1-2 mínútur.
- Setjið valmúafræin út í og mixið saman.
- Dressingin geymist í allt að 2 vikur í lofttæmdu boxi í ísskáp.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...
Dressingin er ómissandi út á salatið.
mbl.is/Becky Hardin - The Cookie Rookie
mbl.is/Becky Hardin - The Cookie Rookie