Geggjað pastasalat sem ærir óstöðuga

Sumarsalat eins og það gerist best.
Sumarsalat eins og það gerist best. mbl.is/Becky Hardin - The Cookie Rookie

Sum­arið ætl­ar að byrja ágæt­lega hjá okk­ur í ár með nokkr­um sól­rík­um dög­um til þessa. Er þá ekki vel við hæfi að smakka aðeins á sumr­inu líka með dá­sam­legu pasta­sal­ati? Jarðarberja-avoca­do-pasta­sal­at er það sem við bjóðum upp á í dag.

Geggjað pastasalat sem ærir óstöðuga

Vista Prenta

Sum­arið í einu sal­ati

  • 1 pakki penne pasta
  • 1 msk. salt
  • 2 boll­ar kletta­sal­at
  • salt og pip­ar
  • 450 g jarðarber
  • 2 avoca­do
  • fetakubb­ur
  • ½ bolli fersk basilika, söxuð
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • ½ bolli dress­ing (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)
  • ½ bolli grísk jóg­úrt

Dress­ing:

  • 1¼ msk. syk­ur
  • ¾ bolli hvít­vín­se­dik
  • 2 msk. app­el­sínusafi
  • 2 msk. þurrkaðar lauk­flög­ur
  • 2 tsk. sinn­ep
  • ½ tsk. pip­ar
  • ¼ tsk. kos­her-salt
  • 1½ bolli canola-olía
  • 2 tsk. valmúa­fræ

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um og setjið síðan í stóra skál.
  2. Á meðan pastað er heitt, blandið þá rucola sam­an við og saltið og piprið.
  3. Bætið við jarðarberj­um, avoca­do og fetakubbi.
  4. Takið fram litla skál og pískið sam­an sítr­ónusafa, dress­ingu og grískri jóg­úrt.
  5. Hellið dress­ing­unni yfir pastað á meðan heitt er og blandið vel sam­an.
  6. Berið fram heitt eða kalt.

Dress­ing:

  1. Blandið sam­an í bland­ara í 1 mín­útu sykri, ed­iki, app­el­sínu­djús, lauk flög­um, sinn­epi, pip­ar og salti.
  2. Bætið ólífu­olíu út í og haldið áfram að blanda í 1-2 mín­út­ur.
  3. Setjið valmúa­fræ­in út í og mixið sam­an.
  4. Dress­ing­in geym­ist í allt að 2 vik­ur í loft­tæmdu boxi í ís­skáp.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

Dressingin er ómissandi út á salatið.
Dress­ing­in er ómiss­andi út á sal­atið. mbl.is/​Becky Har­din - The Cookie Rookie
mbl.is/​Becky Har­din - The Cookie Rookie
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert