Marineruð kjúklingalæri sem slá í gegn

Marinering sem þú munt elska hér eftir.
Marinering sem þú munt elska hér eftir. mbl.is/Damndelicious.net

Stundum er það marineringin ein og sér sem gerir réttina svo ljúffenga og alveg upp á tíu. Við erum með eina slíka í þessari uppskrift sem slær margar aðrar út. Hér eru kjúklingalæri matreidd á einfaldan máta sem bera má fram með því meðlæti sem hugurinn girnist.

Marineruð kjúklingalæri sem slá í gegn

  • ¼ bolli söxuð steinselja
  • 3 msk. ólífuolía
  • 2 msk. nýkreistur lime safi
  • 1 msk. rifinn lime börkur
  • 2 tsk. chili krydd
  • 1 tsk. broddkúmin
  • 1 tsk. kosher salt
  • 1 tsk. pipar
  • 900 g kjúklingalæri

Aðferð:

  1. Blandið saman í skál, steinselju, 2 msk ólífuolíu, lime safa, lime berki, chili kryddi, broddkúmin, salti og pipar.
  2. Leggjið kjúklinginn í marineringuna í það minnsta 2 tíma eða yfir nótt.
  3. Hitið ólífuolíu á grillpönnu á meðal hita. Eldið kjúklinginn á pönnunni í 4-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til eldaður í gegn.
  4. Berið strax fram.
mbl.is/Damndelicious.net
mbl.is/Damndelicious.net
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert