Þessar rækjur eru akkúrat það sem þú þarft á að halda þessa dagana. Þær eru með fullkomið magn af kryddum og eru frábærar sem forréttur, aðalréttur, út á salat, hrísgrjón eða taco-skeljar.
Geggjað rækjumeðlæti
- 4 msk. smjör
- 450 g rækjur
- Salt og pipar
- 1 tsk. hvítlauks paste
- 1 msk. chili pepper paste (eða red pepper paste)
- 1 msk. ferskur sítrónusafi
- 1 tsk. þurrkuð steinselja
- ½ tsk. þurrkaðar rauðar piparflögur
Aðferð:
- Hitið 2 msk. af smjöri á pönnu á meðalhita.
- Kryddið rækjurnar með salti og pipar.
- Setjið rækjurnar á pönnuna og bætið hvítlauks og chili paste út á. Veltið upp rækjunum í 4-5 mínútur þar til rækjurnar verða bleikar á lit.
- Bætið við sítrónusafa og restinni af smjörinu og hrærið í á meðan.
- Dreifið jurtum yfir og berið fram.
mbl.is/Becky Hardin - The Cookie Rookie