Þrjár útfærslur af ofnbökuðum lax með kaldri sósu

Ofnbakaður lax slær alltaf í gegn - hér borinn fram …
Ofnbakaður lax slær alltaf í gegn - hér borinn fram með kaldri sósu. mbl.is/santamaria.com

Það má útfæra lax á marga vegu, en við rákumst á þessa uppskrift hjá Santa Maria sem kynnir lax í þremur útfærslum. Eina sem til þarf er þeirra bragðgóða paste sem fæst með basilikum, chili eða hvítlauk, blanda því saman við ólífuolíu og smyrja á laxabitana.

Þrjár útfærslur af ofnbökuðum lax með kaldri sósu (fyrir 4)

  • 1 msk. rapsolía
  • 4 laxastykki
  • 1 tsk. salt

Köld sósa:

  • 3 dl sýrður rjómi
  • 1 stórt hvítlauksrif
  • 1 tsk. hunang
  • 1 tsk. dijon sinnep
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200° C.
  2. Blandið ólífuolíu með því kryddi (paste) sem óskað er.
  3. Leggið laxinn í smurt eldfast mót og hellið olíublöndunni yfir. Saltið og piprið. Bakið í ofni í 15 mínútur.
  4. Á meðan laxinn er í ofninum er upplagt að gera sósuna. Blandið öllum hráefnunum saman í skál.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert