Fékkstu fitublett í fötin og ert ráðþrota hvernig þú losnar við hann? Engar áhyggjur því við kunnum ráð við því.
Það eru ýmsar aðferðir við að losna við bletti sem þessa. Sumir vilja meina að best sé að þrýsta strax með eldhúsrúllu á blettinn til að láta pappírinn sjúga sem mest í sig. Því næst dreifa barnapúðri yfir allan blettinn, láta standa í smá stund og „skafa“ það svo varlega burt með skeið. Taka þá fram gamlan tannbursta og bleyta í honum með uppþvottalegi og nudda blettinn varlega. Munið að nudda blettinn frá báðum hliðum áður en þið skellið svo flíkinni í þvott.
Önnur aðferð til að ná fitublettum er að nudda tannkremi á blettinn, tea-tree olíu eða brúnsápu. Skola svo efnið úr og setja flíkina í þvott samkvæmt þvottaleiðbeiningum.