Einstaklega bragðgott grænmetislasagne

Grænmetislasagne af bestu gerð.
Grænmetislasagne af bestu gerð. mbl.is/santamariaworld.com

Lasagne er bæði mettandi og auðvelt í framkvæmd – því samasem merki um hinn fullkomna kvöldmat. Hér má ýmist leika sér með að setja chili-flögur eða fennel fræ og sítrónu sem setja sinn svip á réttinn.

Einstaklega bragðgott grænmetislasagne

  • 1 laukur
  • 2 gulrætur
  • 2 sellerístönglar
  • 2 msk. hvílauks paste
  • 2 msk. rapsolía
  • 2 dósir hakkaðir tómatar
  • ½ tsk. salt
  • Pipar
  • 200 g ferskt spínat
  • 200 g ferskar lasagne plötur
  • Rifinn ostur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 225°C.
  2. Saxið lauk smátt, skerið gulrætur og sellerí í skífur og blandið saman við hvítlauks paste og því næst olíuna. Bætið við hökkuðum tómötum, salti og pipar ásamt því kryddi sem þú kýst (chili-flögur, fennel fræ og sítrónu). Látið sjóða í sirka 5 mínútur og hellið þá blöndunni í skál og látið standa í smá stund.
  3. Veltið aðeins spínatinu upp úr olíu og leggið tómatblöndu, spínat og lasagneplötur til skiptis í eldfast mót.
  4. Stráið vel af rifnum osti yfir og setjið inn í ofn í 25 mínútur eða þar til lasagneplöturnar eru orðnar mjúkar og osturinn hefur tekið lit.
  5. Berið fram með hvítlauksbrauði eða góðu salati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert