Hér er um einstaklega flottan fiskrétt að ræða þar sem þorskur er borinn fram með mörðum kartöflum og beikoni sem gerir allan mat betri.
Bakaður þorskur með kartöflum og beikoni
- 800 g þorskur
- 1 msk. ólífuolía
- Salt og pipar
- Safi úr 1 sítrónu
Kartöflur:
- 700 g kartöflur
- Lítið búnt af dilli
- 3 litlir púrrlaukar
- 4 msk. ólífuolía
- Salt og pipar
Annað:
Aðferð:
- Kartöflur: Þvoið kartöflurnar og sjóðið í léttsöltu vatni. Merjið aðeins kartöflurnar með gaffli í skál. Saxið dill og púrrlauk fínt og veltið upp úr kartöflunum ásamt ólífuolíu og salti og pipar.
- Hitið ofninn á 200°C. Leggið fiskinn á bökunarpappír á bökunarplötu. Dreypið ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar. Pressið sítrónusafa yfir. Bakið í ofni í 8 mínútur.
- Skerið beikon í teninga og steikið stökkt á pönnu. Dreyfið beikonbitum yfir kartöflurnar og berið fram með nýbökuðum fiski.