Bakaður þorskur með kartöflum og beikoni

Hollt og gott - bakaður þorskur með nýjum kartöflum og …
Hollt og gott - bakaður þorskur með nýjum kartöflum og beikoni. mbl.is/Line Falck

Hér er um einstaklega flottan fiskrétt að ræða þar sem þorskur er borinn fram með mörðum kartöflum og beikoni sem gerir allan mat betri.

Bakaður þorskur með kartöflum og beikoni

  • 800 g þorskur
  • 1 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar
  • Safi úr 1 sítrónu

Kartöflur:

  • 700 g kartöflur
  • Lítið búnt af dilli
  • 3 litlir púrrlaukar
  • 4 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar

Annað:

  • 200 g beikon

Aðferð:

  1. Kartöflur: Þvoið kartöflurnar og sjóðið í léttsöltu vatni. Merjið aðeins kartöflurnar með gaffli í skál. Saxið dill og púrrlauk fínt og veltið upp úr kartöflunum ásamt ólífuolíu og salti og pipar.
  2. Hitið ofninn á 200°C. Leggið fiskinn á bökunarpappír á bökunarplötu. Dreypið ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar. Pressið sítrónusafa yfir. Bakið í ofni í 8 mínútur.
  3. Skerið beikon í teninga og steikið stökkt á pönnu. Dreyfið beikonbitum yfir kartöflurnar og berið fram með nýbökuðum fiski.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert