Kjúklingasalat með suðrænni sveiflu

mbl.is/Chelseamessyapron.com

Það er ananasinn sem gefur okkur suðræna bragðið í þessu kjúklingasalati. Hér er notast við hráefni sem tala svo sannarlega sama tungumálið því þetta er með því ferskara sem sést hefur lengi. Það má vel nota annarskonar brauð eða jafnvel vefju í stað croissants – bara það sem fellur að smekk hjá hverjum og einum.

Kjúklingasalat með suðrænni sveiflu

  • 2 bollar tilbúinn kjúklingur, skorinn í litla bita
  • ½  bolli hakkaður ananas
  • ⅓1/3 bolli hunangsristaðar möndlur
  • ½ bolli sellerí, skorið í þunnar sneiðar
  • 2 msk rauðlaukur, smátt skorinn
  • ¼ bolli majónes
  • 2 msk. sýrður rjómi
  • 1 msk. hunang
  • 1 tsk. dijon sinnep
  • 1 tsk. nýkreistur sítrónusafi
  • Salt og pipar
  • Croissant eða annarskonar brauð

Aðferð:

  1. Setjið kjúklinginn í stóra skál ásamt ananasinum, ristuðu möndlunum, sellerí og rauðlauk. Blandið vel saman.
  2. Pískið saman í litla skál, majónesi, sýrðum rjóma, hunangi, dijon sinnepi, sítrónusafa, salti og pipar. Hellið dressingunni yfir kjúklingasalatið og blandið saman. Smakkið aftur til með salti og pipar, jafnvel sítrónusafa.
  3. Setjið salatið á croissant og bætið jafnvel við salatblaði – berist fram strax.
Fallegt og bragðgott kjúklingasalat með suðrænni sveiflu.
Fallegt og bragðgott kjúklingasalat með suðrænni sveiflu. mbl.is/Chelseamessyapron.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert