Besti grillaði kjúklingur sumarsins

Kjúklingauppskriftin sem þú þarft að prófa þetta sumarið.
Kjúklingauppskriftin sem þú þarft að prófa þetta sumarið. mbl.is/Line Thit Klein

Grillaður kjúklingur tapar seint vinsældum við matarborðið. Hér hefur hann legið í bragðgóðri marineringu og borinn fram með brakandi fersku salati og hvítlauksjógúrtsósu. Getum við beðið um eitthvað meira?

Besti grillaði kjúklingur sumarsins

  • 1 kjúklingur
  • 2-3 msk. tamari
  • ¼ safi úr sítrónu
  • salt
  • 1 msk. ólífuolía

Hvítlauksjógúrt sósa:

  • 3 dl grísk jógúrt
  • ½ tsk. dijon sinnep
  • 1 stór hvítlaukur, marinn
  • Salt og pipar

Salat:

  • ½ rauðlaukur
  • 1 rauð paprika
  • ½ búnt af ferskum basil
  • 1 msk. kapers
  • 1 msk. eplaedik
  • 3 msk. ólífuolía

Aðferð:

  1. Klippið kjúklinginn niður og marinerið með tamari, sítrónusafa, salti og ólífuolíu.
  2. Grillið kjúklinginn þar til gegnumsteiktur, sirka 30 mínútur. Það má einnig setja kjúklinginn inn í ofn á 200°C í 40 mínútur eða þar til tilbúinn.
  3. Hvítlauksjógúrtsósa: Hrærið grískri jógúrt saman við dijon-sinnep, hvítlauk, salt og pipar.
  4. Skerið rauðlauk smátt og paprikuna í litla bita. Saxið basilið smátt. Blandið saman við kapers, eplaedik og ólífuolíu. Dreifið yfir kjúklinginn og berið fram með hvítlauksjógúrtsósu og stökku salati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert