Sumarsalat á franska vísu með hleyptum eggjum

Þetta salat er með því fallegra sem við höfum séð.
Þetta salat er með því fallegra sem við höfum séð. mbl.is/Winnie Methmann

Við mynd­um borða þetta sal­at bara út af því það er svo lit­ríkt og fal­legt. En þar fyr­ir utan er það al­veg svaka­lega gott.

Hér er upp­skrift að sal­ati á franska vísu sem er til­valið í kvöld­mat þegar þig lang­ar í eitt­hvað ein­falt og gott en samt mett­andi. Það eru brauðteng­ing­ar í upp­skrift­inni en þá má auðveld­lega búa til með því að skera niður dags­gam­alt brauð, velta því upp úr ólífu­olíu og salti og rista inn í ofni.

Sumarsalat á franska vísu með hleyptum eggjum

Vista Prenta

Sum­arsal­at á franska vísu með hleypt­um eggj­um

  • 600 g litl­ar kart­öfl­ur
  • 300 g græn­ar baun­ir
  • 1 búnt grænn asp­as
  • 150 g bei­kon skíf­ur
  • 125 g blandað sal­at
  • 1 rauðlauk
  • 1 msk. kapers
  • 280 g ólíf­ur
  • 50 g brauðten­ing­ar

Dress­ing:

  • Hand­fylli ferskt dill
  • Hand­fylli stein­selja
  • ½ búnt púrr­lauk­ur
  • 3 msk ólífu­olía
  • 1 tsk. hun­ang
  • 1 tsk. dijon sinn­ep
  • 2 msk. sítr­ónusafi
  • Salt og pip­ar

Hleypt egg:

  • 1 l vatn
  • 3 msk. edik
  • 4 egg

Aðferð:

  1. Sjóðið kart­öfl­urn­ar í létt­söltuðu vatni og kælið svo. Skolið baun­irn­ar og asp­asinn og brjótið end­ann af asp­asin­um. Sjóðið baun­irn­ar og asp­asinn í ör­litla stund til að mýkja og skolið svo und­ir ís­köldu vatni.
  2. Steikið bei­konið þar til það er stökkt og leyfið fit­unni að leka af á eld­húspapp­ír. Setjið sal­atið á fat eða disk og skerið rauðlauk­inn í þunn­ar skíf­ur. Skerið kart­öfl­urn­ar niður og dreyfið yfir sal­atið ásamt rauðlaukn­um, kapers, ólíf­um, brauðten­ing­um og bei­kon­inu.

Dress­ing:

  1. Skolið dill, stein­selju og púrr­lauk­inn og saxið smátt. Blandið sam­an við ólífu­olíu, hun­ang, sinn­ep og sítr­ónusafa. Smakkið til með salti og pip­ar. Dreypið dress­ing­unni yfir sal­atið.

Hleypt egg:

  1. Sjóðið vatn í potti. Bætið ed­iki út í og lækkið und­ir hit­an­um þannig að vatnið hald­ist rétt und­ir suðupunkti. Sláið 1 egg í bolla. Notaðu písk­ara til að hræra í vatn­inu og búa til „hvirf­il“ í miðju potts­ins. Hellið egg­inu var­lega út í hvirf­il­inn og látið vatnið snúa egg­inu þannig að hvít­an safn­ist utan um rauðuna. Ýtíð því næst egg­inu til hliðar í pott­in­um og gefið því 2-3 mín­út­ur þar til hvít­an er orðin föst og rauðan ennþá mjúk. Takið upp úr pott­in­um og end­ur­takið ferlið fyr­ir hin egg­in. Dreyfið eggj­un­um yfir sal­atið og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert