Við myndum borða þetta salat bara út af því það er svo litríkt og fallegt. En þar fyrir utan er það alveg svakalega gott.
Hér er uppskrift að salati á franska vísu sem er tilvalið í kvöldmat þegar þig langar í eitthvað einfalt og gott en samt mettandi. Það eru brauðtengingar í uppskriftinni en þá má auðveldlega búa til með því að skera niður dagsgamalt brauð, velta því upp úr ólífuolíu og salti og rista inn í ofni.
Sumarsalat á franska vísu með hleyptum eggjum
- 600 g litlar kartöflur
- 300 g grænar baunir
- 1 búnt grænn aspas
- 150 g beikon skífur
- 125 g blandað salat
- 1 rauðlauk
- 1 msk. kapers
- 280 g ólífur
- 50 g brauðteningar
Dressing:
- Handfylli ferskt dill
- Handfylli steinselja
- ½ búnt púrrlaukur
- 3 msk ólífuolía
- 1 tsk. hunang
- 1 tsk. dijon sinnep
- 2 msk. sítrónusafi
- Salt og pipar
Hleypt egg:
- 1 l vatn
- 3 msk. edik
- 4 egg
Aðferð:
- Sjóðið kartöflurnar í léttsöltuðu vatni og kælið svo. Skolið baunirnar og aspasinn og brjótið endann af aspasinum. Sjóðið baunirnar og aspasinn í örlitla stund til að mýkja og skolið svo undir ísköldu vatni.
- Steikið beikonið þar til það er stökkt og leyfið fitunni að leka af á eldhúspappír. Setjið salatið á fat eða disk og skerið rauðlaukinn í þunnar skífur. Skerið kartöflurnar niður og dreyfið yfir salatið ásamt rauðlauknum, kapers, ólífum, brauðteningum og beikoninu.
Dressing:
- Skolið dill, steinselju og púrrlaukinn og saxið smátt. Blandið saman við ólífuolíu, hunang, sinnep og sítrónusafa. Smakkið til með salti og pipar. Dreypið dressingunni yfir salatið.
Hleypt egg:
- Sjóðið vatn í potti. Bætið ediki út í og lækkið undir hitanum þannig að vatnið haldist rétt undir suðupunkti. Sláið 1 egg í bolla. Notaðu pískara til að hræra í vatninu og búa til „hvirfil“ í miðju pottsins. Hellið egginu varlega út í hvirfilinn og látið vatnið snúa egginu þannig að hvítan safnist utan um rauðuna. Ýtíð því næst egginu til hliðar í pottinum og gefið því 2-3 mínútur þar til hvítan er orðin föst og rauðan ennþá mjúk. Takið upp úr pottinum og endurtakið ferlið fyrir hin eggin. Dreyfið eggjunum yfir salatið og berið fram.