Avocado-rist með sultuðum rauðlauk

Slengið þessu á borðið - núna!
Slengið þessu á borðið - núna! mbl.is/Frederikkewærens.dk

Ef við myndum segja að þessi samsetning muni sprengja í ykkur bragðlaukana þá yrðuð þið sannfærð eftir að hafa smakkað.

Ristað súrdeigsbrauð með avocado, sultuðum rauðlauk, timían, sinnepsfræ, ristaðar furuhnetur og ferskar kryddjurtir – allt sem þú þarft í kroppinn þinn góða á þessum degi.

Avocado-rist með sultuðum rauðlauk (fyrir 4)

  • 3 þroskaðir avocado
  • 2 msk. sýrður rjómi
  • Salt og pipar
  • Safi úr 1 lime
  • 4 súrbrauðssneiðar
  • Ferskar kryddjurtir (timían, estragon eða steinselja)
  • Furuhnetur
  • 1 lime skorið í báta

Sultaður rauðlaukur:

  • 4 meðalstórir rauðlaukar
  • 1,5 dl sykur
  • 1 dl edik
  • 0,5 dl hvítvínsedik
  • 1,5 dl vatn
  • 1 tsk. sinnepsfræ
  • Ferskt timían

Aðferð:

Sultaður rauðlaukur:

  1. Takið utan af lauknum og skerið í þunnar skífur. Setjið öll hráefnin í pott og hitið þannig að sykurinn leysist upp.
  2. Takið fram hreina sultukrukku og hellið blöndunni í krukkuna og geymið í kæli til næsta dags. Því þynnri sem skífurnar eru því fyrr verður blandan tilbúin. Sultaður laukur getur haldið sér í nokkrar vikur í kæli.

Samsetning:

  1. Stappið avocado með gaffli í skál. Blandið sýrðum rjóma, salti, pipar og lime-safa út í.
  2. Ristið 4 brauðsneiðar og skiptið avocado-maukinu jafnt á allar brauðsneiðarnar.
  3. Skreytið með kryddjurtum, ristuðum furuhnetum, sultuðum rauðlauk og lime-skífum.
Sultaður rauðlaukur er rosalega góður með avocado á ristuðu brauði …
Sultaður rauðlaukur er rosalega góður með avocado á ristuðu brauði og einnig á hamborgara. mbl.is/Frederikkewærens.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert