Þessi útfærsla af hamborgurum eru svo girnilegir að það kemur bókstaflega vatn í munninn og bragðlaukarnir ærast. Flóknara þarf það nefnilega ekki að vera. Bara skothelt meðlæti og borgari löðrandi í osti...
Mexíkó ostafylltir hamborgarar á grillið
Dugar í sex borgara
- 1 kg nautahakk
- 1 egg
- 1 dl brauðrasp
- ½ dl rjómi frá Gott í matinn
- 1 Mexíkóostur, rifinn
- 1½ tsk. sjávarsalt
- 1 tsk. nýmalaður pipar
- 6 sneiðar Óðals Cheddar
Aðferð:
- Hrærið öllu innihaldinu í hamborgara saman án þess að vinna hakkið of mikið.
- Mótið sex hamborgarabuff úr hakkblöndunni.
- Kryddið hamborgarann að utan með salti og pipar.
- Grillið svo við meðal- til háan hita þar til eldaðir í gegn. Um það bil 10-15 mínútur.
- Leggið þá ostinn yfir, lokið grillinu í u.þ.b. tvær mínútur eða þar til osturinn er alveg bráðnaður.
- Takið af grillinu og setjið borgarana saman.
Heimatilbúin hamborgarasósa
- 1 dós 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
- 4 msk. Grísk jógúrt frá Gott í matinn
- 1 tsk. sítrónusafi
- 1 msk. chillimauk (t.d Sambal oelek)
- 1 msk. tómatsósa
- 1 msk. sætt sinnep
- Nokkrar súrar gúrkur, smátt saxaðar
- Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Hrærið öllu innihaldinu saman og smakkið til með salti og pipar.
Meðlæti
- Hamborgarabrauð
- Grænt salat
- Tómatasneiðar
- Rauðlaukssneiðar