Við elskum rétti sem þennan sem inniheldur einungis 4 hráefni og tekur enga stund í framreiðslu – og það besta er að hann er vinsæll hjá öllum í fjölskyldunni. Þessi bráðnar hreinlega í munni og mun engan svíkja.
Kjúklingaréttur með einungis fjórum hráefnum
- 4 kjúklingabringur frá Ali
- 1 bolli sesar salat dressing
- ½ bolli sýrður rjómi
- 1- 1½ bolli parmesan ostur
Aðferð:
- Hitið ofninn á 190°C og spreyið eldfast mót að innan með bökunarspreyi.
- Ef að bringurnar eru misstórar má „berja þær flatar“ til að jafna út. Stráið parmesan osti og pipar á báðar hliðar og leggið í eldfast mót.
- Þeytið saman sesar salat dressingu og sýrðan rjóma, og hellið yfir bringurnar.
- Dreyfið parmesan osti yfir og bakið í ofni í 30 mínútur eða þar til bringurnar eru eldaðar í gegn.
- Stillið þá á grill og grillið bringurnar í 2-4 mínútur til viðbótar.
- Takið úr ofninum og látið álpappír yfir eldfasta mótið. Látið standa í 5-10 mínútur áður en borið er fram.
- Hér má gjarnan strá saxaðri steinselju yfir ef vill og það meðlæti með sem óskað er.
mbl.is/Thecookierookie.com