Bragðlaukasprengja á grillið

Sjúklega girnilegur kjúklingaréttur á grillið.
Sjúklega girnilegur kjúklingaréttur á grillið. mbl.is/Jonathan Boulton

Það er eitthvað sem gerist hjá bragðlaukunum þegar mozzarella, basilika og balsamik mætast. Þessi dásemdar grillaði kjúklingur mun vera með þeim betri sem þú smakkar þetta sumarið. Því þessi uppskrift getur ekki klikkað.

Bragðlaukssprengja á grillið

  • ¾ bolli balsamik edik
  • 1 tsk. hvítlaukskrydd
  • 2 msk. hunang
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 tsk. ítalskt krydd
  • Kosher salt
  • Svartur pipar
  • 4 kjúklingabringur
  • 4 mozzarella sneiðar
  • 4 avocadó sneiðar
  • 4 tómat sneiðar
  • 2 msk. fersk basilika, söxuð
  • Balsamik gljái

Aðferð:

  1. Pískið saman balsamikedik, hvítlaukssalti, hunangi, olíu og ítölsku kryddi. Kryddið með salti og pipar. Hellið yfir kjúklinginn og látið marinerast í 20 mínútur.
  2. Hitið grillið á meðal hita. Grillið kjúklinginn í sirka 8 mínútur á hvorri hlið eða þar til grillaður í gegn.
  3. Leggið mozzarella sneið, avocado og tómatsneið ofan á kjúklingabrinurnar og lokið grillinu í 2 mínútur þar til osturinn hefur bráðnað.
  4. Stráið ferskri basiliku yfir kjúklinginn og dreypið balsamik gljáa yfir áður en borið er fram.
mbl.is/Jonathan Boulton
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert