Grillaður ananas með hnetum og súkkulaði

Grillaður ananas eins og þú vilt hafa hann yfir sumartímann.
Grillaður ananas eins og þú vilt hafa hann yfir sumartímann. mbl.is/Nurlan Emir

Sumarið er tíminn til að henda ferskum ananas á grillið. Það eru ekki allir hrifnir af ananas en þeir sem gera það munu elska þessa útgáfu. Hér eru hunangsristaðar hnetur og súkkulaði að trylla mannskapinn í þessum fullkomna eftirrétt.

Grillaður ananas með hnetum og súkkulaði

  • 1 ferskur ananas
  • 55 g ristaðar hnetur
  • 1/5 msk. rapsolía
  • 1 msk. fljótandi hunang
  • Salt
  • 500 ml vanilluís
  • 1 msk. kokosflögur
  • 50 g ljóst súkkulaði

Aðferð:

  1. Skerið hýðið af ananasinum og skerið hann í sneiðar, sirka 1 cm þykkar. Grillið ananasinn þar til hann hefur tekið fallegan lit.
  2. Grófhakkið hneturnar og ristið upp úr olíu í 2 mínútur. Setjið þá hunang og smávegis af salti út á pönnuna og ristið áfram í 1 mínútu. Munið að velta hnetunum á meðan þið ristið.
  3. Leggið grillaða ananasinn á fat. Setjið vanilluís ofan á fyrir miðju og toppið með hunangsristuðum hnetum, kókosflögum og grófhökkuðu súkkulaði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert