Blómkálssteik með hunangi og hnetum

Það er fátt betra á grillið en ferskt grænmeti. Grænmeti er almennt mjög meðfærilegt og oft þarf ekki annað en að pensla það með olíu og salta örlítið með sjávarsalti. Blómkálssteikur eru að verða sífellt vinsælli og hér erum við með eina dásamlega uppskrift sem vert er að prófa.
Blómkálssteik með hunangi og hnetum
  • 2 blómkálshausar
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 sítrónur, rífið börkinn og kreistið safann
  • 2 hvítlauksgeirar, fínt maukaðir
  • 1 tsk. hunang – notið agave til að vera vegan
  • 2 tsk. sjávarsalt
  • ¼ tsk. piparflögur
  • ¼ bolli steinselja, söxuð
  • ¼ bolli valhnetur, ristaðar og saxaðar
  • Sítrónubátar, til að bera fram með

Aðferð:

Snyrtið blómkálið og skerið hvorn haus í u.þ.b. tveggja sentímetra þykkar sneiðar. Í litla skál skal blanda saman ólífuolíu, sítrónuberki, sítrónusafa, hvítlauk og hunangi.

Hitið grillið á miðlungshita. Penslið aðra hliðina á blómkálssteikunum með hunangsblöndunni og sáldrið salti yfir. Leggið þá hlið niður á grillið. Penslið hina hliðina og saltið.

Lokið grillinu og grillið í 5-6 mínútur. Snúið þá steikunum og grillið í aðrar 5 mínútur eða þar til blómkálið er orðið mjúkt undir tönn. Takið af grillinu og sáldrið piparflögum, steinselju og valhnetum yfir. Berið fram heitt með sítrónubátunum.

Thinkstock
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert